Dúkadúllur í glugga…-fyrir 2 árum!!!

Frúin hefur mikið verið að nota dúka síðustu dagana og það nýjasta er að hekla gamlar litlar dúllur á járnhringi. Það merkilega við það, þegar maður vill gera eitthvað sem manni finnst mjög sniðugt og áhugavert þá finnur maður ekki efniviðinn! Þannig er það nú þessa dagana ég bara finn ekki fleiri litla dúkadúllur ég er búin að leita og leita en… jæja það hlítur að poppa upp einn daginn😉

en ég leyfi ykkur að sjá það sem er komið…

Ég keypti tvær stærðir af hringjum, þetta eru minni hringirnir. Þessi dúkadúlla er gömul og farin að rakna smá upp.

hekl

Verkið gekk bara fljótt og vel… -það hentaði líka frúnni mjög vel😉

hekl2

dinglandi dúlla…

hekl3

…frú bráðlát bara varð að taka mynd þó það væri ekki komin nema einn hringur og ekki búið að hengja hann upp…

hekl4

Njótum dagsins kveðja Gunna

Baststóll sem þarf sjæningu…

Ég eignaðist um daginn þennan æðislega prinsessu-baststól og borð í stíl. Hugmyndin er að mála stólinn og borðið fljótlega…

IMG_0154…hér er svo annar baststóll sem ég fékk gefins ásamt bróðir hans fyrr í sumar…

IMG_0155uppáhalds blöðin mín Jeanne d´Arc Living..IMG_0156Sólstofa sem stendur undir nafni þessa dagana…IMG_0157Hann er flottur, en á eftir að verða flottari…

IMG_0158

Nú fer að skella á kerta og arentími…IMG_0159

Kósýhornið mitt…IMG_0160Kvölda tekur, sól er sest…  Ég bara varð að skella inn nokkrum kvöldmyndum líka.IMG_0169Það er svo sannalega róandi að sitja í sólstofunni þegar búið er að kveikja á seríum og kertum…

IMG_0170

Kertatími…IMG_0171

…sá nýji…IMG_0172

blaðagrindin mín…IMG_0173

og meira af uppáhalds…IMG_0174

Ljósastaur og alles.,

IMG_0175

Ró…IMG_0177Blúnduljós…IMG_0178

IMG_0176

Slide1

fyrir ári síðan, upprifjun 2: Nýja eldhúsið

jæja þá er komið að því að kynna ykkur nýja eldhúsið.  Það er sá staður í húsinu sem er minn uppáhalds, að minnstakosti ennþá. Eldhúsið er alveg risastórt og er og verður sannkallað hjarta hússins.

Eins og ég sagði ykkur frá þegar ég bloggaðið um baðherbergið hér þá voru skilin á húsinu frekar sjoppuleg og eldhúsið var engin undantekning á því. Ég var t.d. ekki nema 8 klst að þrífa eldavélina og bak við hana. Ég á myndir af því en ég ætla að hlífa ykkur við þeim…😉

Borðkrókurinn er æðislegur, rúmgóður og kósý

eld1

eldhúsið var hvítt og gult. Við ákváðum að hafa það grátt og aðeins grárra á milli innréttingarinnar,  við erum mjög ánægð með útkomuna…

eld2

…borðkrókurinn fyrir og eftir…

eld3 eld4 eld5

Við keyptum í vetur stórann Míruskáp sem eiginmaðurinn fékk að dudda sér við að mála hvítan í vetur. Útkoman er æðisleg…

eld6 eld7

…og þessi hornskápur fékk sömu meðhöndlun, hurðin á honum er í upphalningu hjá góðum manni hér í bæ…

eld8 eld9

svona virðuleg ljósakróna þarf nú að hafa fallega rósettu…

eld10

…útsýnið er yndislegt…  annar glugginn er lægri en borðið og  mér finnst ljótt að horfa  inn. Svo ég leysti það með því að setja „girðingu“ í gluggann og þá ber ekki eins á muninum.

eld11

Var ég nokkuð búin að minnast á þennan yndislega skáp…

eld12

Ömmur verða að eiga viðeigandi dót í eldhúsinu fyrir lítið fólk…

eld13

hmmmm… doppur er eitthvað sem er svo mikið uppáhalds…

eld14 eld15

Húsmæðradót… Emeleruðu skeiðarnar fékk ég í Brighton í yndislegri lítilli búð sem ég sagði frá hér

eld16

borðkrókurinn -hjarta hússins…

eld17

…þetta er snilld, útvarp innbyggt í innréttinguna…

eld18

Flottu krúsirnar sem ég keypti í yndislega kaffihúsinu Pallett í Hafnarfirði tróna á hornskápnum…

eld19

Doppuhornið góða…

eld20

Skápurinn fylltist fljótt af ýmsum gersemum…

eld21 eld22 eld23

eldhúskrókurinn…

eld24

borðkrókurinn…

eld25

Gaman væri nú að heyra frá sem flestum hvað þeim finnst um þessa breytingu.

Njótum lífsins og sumarsins…

Slide1

…meiri upprifjun frá því fyrir ári síðan: ,,Frúardyngjan á háaloftinu…“

…frá því ég var lítil stelpa hefur mig dreymt um að eiga herbergi undir súð. -og nú hefur sá draumur ræst og ég búin að pota mér þar niður með fullt af minningum og allt hitt „vesenið“ mitt.

g1

…ég er bara að elska þetta herbergi…

g2 g3

…kefli, borðar og bönd…

g4

…gömul leikföng…

g5

…gamla lampann fékk ég í jólagjöf frá eldri syni mínum og tengdadóttir, en ég átti einn alveg eins sem lítil stelpa…

g6

spegill-spegill…

g7

…lovit…

g8

…eigum við að ræða þessa eitthvað… -þeir eru sko uppáhalds❤

g9

…bjútý púðinn minn með „fallega“ manninum….

g10

..minningar….

g11

…gardínurnar gerði ég úr tveimur bróderuðum koddaverum, sem við fengum í jólagjöf frá góðum vinum, mér fannst þau svo falleg að ég tímdi ekki að „slefa“ í þau…

g12 g13

…á bak við leikföngin er djúpur skápur sem geymir ferðatöskur og annað sem þarf að „fela“…

g14

…ág nota tvíbreiðusængina sem „rúmteppi“…

g15

…horft til dyra…

g16

…diskarekkann okkar nota ég undir sérvaldar bækur og blöð…

g17

bakki með dúllerýi og hárburstanum hennar Gunnu ömmu, en hún fékk hann í fermingargjöf…

g18

…❤ …

g19

…þessi sæti fylgdi eiginmanninum…

g20

…gömlu gólffjalirnar eru himneskar…

g21

…erum við ekki sammála um þetta er bara bjútý…

g22

…rökkrið er farið að færist yfir…

g23

góða helgi…

Slide1

 

…og fyrir ári síðan: Sjónvarpsstofan…

…er  á efri hæðinni og var upphaflega hugsað sem hjónaherbergi en þar sem það er útgengt út á svalir í þessu herbergi ákváðum við að hafa þetta sem sjónvarpsstofu, líka afþví að þetta er svo vel stórt rými.

kíkjum inn…

1

…og sem fyrr finnst mér voða gaman að leika mér að fyrir og eftir myndum þ.e frá því daginn sem við tókum við húsinu og svo eftir okkar „meðhöndlun“…   Hvíti sófinn er voða þæginlegur kvöldkúrísófi, en hvíta Húsbóndastólinn í horninu fann ég í „þeim góða“ og þreif hann bara upp, en  hann er alheill og óslitinn. Svo kostaði hann bara litlar 2500 kr. <3  Gardínurnar eru enn á hönnunarstigi en ég á eftir að sauma á þær upphengjur…

2

Við settum aðra glerhurðina sem var tókum niður niðri og settum hana hér, þetta gerir ganginn frammi bjartari og svo eru glerhurðir alltaf svo miklar „drottningar“ og gera því svæðið virðulegra.  Við ætlum svo að mála allar hurðirnar í húsinu hvítar í vetur…

3

…og hér eru fleiri fyrir og eftir…

4

…hurðin í horninu er svalahurðin, en þær eru sko tvær ein sem opnast inn og svo önnur sem opnast út…

5

Ég er voðalega glöð með þetta herbergi og það er bara notalegt að sitja þarna og góna á sjónvarpið og prjóna…

6

Hurðin góða…

7

…það er nú ekki komið mikið upp á veggina ennþá, því við viljum máta okkur og húsgögnin saman áður en maður fer að drita nöglum upp um alla veggi…

8

10

Svalahurðin gamla og góða…

9

…og þetta er m.a sú sýn sem blasir við manni þegar setið er í makindum í sólstól úti á „forsetasvölunum“.  Himneskt!!!

12

Bara ein í viðbót úr kyrrðinni…

11

Sólarknús…

Slide1

Fyrir ári síðan bloggaði ég um: Nýja baðherbergið okkar…

Jæja þá erum við búin að búa í eina viku í nýja húsinu okkar. Það er sko búið að vera mikið að gera, bæði að moka út, þrífa og mála. Við keyptum húsið með öllum húsgögnum, þar sem við  tókum við leigusamningum og leigðum áfram út herbergi til nema og því var húsið svona hálfgerð kommúna. Aðkoman að húsinu var nú eiginlega þannig að maður sá strax að „skítastuðulinn“ hjá leigjendunum hafði verið aðeins hærri en minn…😉 Eeen það er búið að nota fullt af vatni og sápu og mála svo yfir síðustu dagana….

Næstu vikurnar ætla ég svo að leyfa ykkur að fylgjast með breytingunum sem verða hér inni í þessu annars yndislega húsi.  Og í dag langar mig að sýna ykkur baðherbergið okkar og hér eru myndir fyrir og eftir sjæn… Við völdum okkur lit sem heitir Öldugrár og finnst mér hann algjört æði! Baðkerið er upprunalegt, gamalt, djúpt og notalegt. Okkur langar til að skipta út í „gamaldags“ krana bæði hjá baðkerinu og vaskinum svona uppá andann…

Bað1

bað2

 

 

 

 

 

 

 

 

Bað5 Bað6

það er dálítil breyting… og liturinn maður minn ælovit❤

Bað7

við skiptum líka út höldum á skápshurðunum, en oft þarf nú ekki meira til að fríska uppá útlitið…

Bað8

Að sjálfsögðu er Frúin búin að prufukeyra „kósýstund“ í búbbúlbaði…

Bað9

Erum við ekki bara sammála um að baðherbergið hafi ákveðinn kósýsjarma…

Bað11

jæja manni er ekki til setunnar boðið, það þarf að skrúbba meira og mála. En þar til næst….

Slide1

Sauma-og hobbýherbergi.

Mig hefur langað til að útbúa mér sauma- og hobbýherbergi síðan við fluttum inn í húsið okkar. Svo sá ég um daginn auglýst tvö buffet sem mér fannst smellpassa inn í hugmyndina af herberginu, sem ég var búin að láta mig dreyma um…

2016-07-25 23.21.58

Buffetið var brúnmálað þegar við keyptum það, höldurnar voru skemmtilega á settar ýmist á hvolfi eða réttar…

image

hér er búið að mála annan skápinn hvítan…

image

…og höldurnar komnar á…

image

…tilbúin til brúks…

image

…ég ákvað að setja buffetin saman og búa til gott vinnuborð…

image

…fyrir ofan höldurnar setti ég flotta skiltahaldara, svo maður viti hvað er í þessum 30 skúffum sko…

image

smart, er haggi…

image

Þessi skápur verður brátt málaður hvítur…

image

þessir gömlu kjólar eru af mér og en mamma saumaði þá á mig…

image

Saumavélin reddý í verkin…

image

…borðar og…

image

…blúndur í röðum…

image

…tölur á öllum hæðum…

image

…nýja vinnuborðið á eftir að nýtast vel sem sníðaborð…

image

…oooohhh ég er svo sæl með nýja kósý sauma- og hobbýherbergið mitt…

image

…borðar, blúndur og útsaumsgarn í felum…

image

…ég er alveg að fíletta sko…

image

…þæginleg og rúmgóð geymsla…

image

…þennan líka flotta skrautborða og blúnduhaldara fékk ég í A4 fyrir nokkru síðan…

image

…skilrúmið verður fljótlega sprautað hvítt…

image

…blúndudúllerí…

image

Kósýskot…

image

…lovit…

Slide1