Prinsessustóllinn búinn að fá sjæn…

Ég réðst í málningarvinnu nú á helginni. Fórnalambið að þessu sinni var baststólinn sem ég eignaðist í sumar. Baststóll sem þarf sjæningu… Ég ætla því að leyfa ykkur að skoða fyrir og eftir myndir. Eg er amk mjög sátt við breytinguna….

imageimage

slide1

Verklok…

jæja þá er allt komið eins og það á að vera í nýja fataherberginu okkar. Lúngan úr helginni var verið að skrúfa saman kommóður og raða ofaní og á…

image
Ekki veitti af því að kaupa stóra  kommóðu undir þann fatnað sem ekki þykir nóg og merkilegur til að vera sýnilegur upp á slá…

image
Skór og skart eitthvað er nú til af svoleiðis í no.14….

 

image
Fataherbergisglugginn er að vísu enn svolítið óráðinn…

 

image
Úlala hér er kíkt inn í dýrðina… og ég er alveg að elska þetta herbergi!
image
„Litla“ kommóðan tekur sig líka mjög vel út hér inni en hún tekur sko drjúgt af fatnaði eins og stóra systir hennar gerir líka….

 

image
Hvíta mottan gerir herbergið  dulítið hlýlegra…

 

image
Samkvæmisveski og meira af skarti og skrauti…

 

image
Nýju æðislegu skórnir mínir fá að vera sem skraut til að byrja með. Þeir eru sko ekki bara bjútý heldur eru þeir einstaklega mjúkir og þæginlegir. þá fékk ég í Twinkledeals.com

 

image
Skartskál…

 

image
Heimagerðu skókassarnir mínir og skór tróna upp á hillunni…

 

image.jpeg
Til að toppa hilluna var skraut sett á hillulistann….

 

…jæja þá getur maður lagst í næsta verkefni…

…en endilega látið mig vita hvernig ykkur líst á þetta verkefni🙂

slide1

Draumaherbergið…

…mitt er orðið að veruleika. Aaaha já við erum að tala um FATAHERBERGIÐ. Sko í húsinu no.14 eru í reynd engir fataskápar, jú ok nokkrir gamlir og mishressir frá RL-design. Því var spurningin um að kaupa góða alvöru skápa eða spandera einu herbergi (af 7) í fataherbergi. Þar sem herbergið við hliðina á hjónaherberginu lá vel við höggi til að opna á milli -að mati frúarinnar, var farið í fyrsta stig verksins. Þ.e selja eiginmanninum hugmyndina. Ókey það tók dulítinn tíma, en með aðstoð dyggra vina keypti hann hana fyrir rest. Eeeen verkið yrði ekki unnið fyrr en í haust… nú svo Frúin er búin að bíða spennt og frekar óróleg eftir haustinu síðan snemma í sumar🙂

Loksins rann fallegur haustdagur upp og verkið fór á fullt og trúið mér svona okkar á milli þá er eiginmaðurinn ekki minna ánægður með´etta en ég -þó hann hafi ekki hátt um´ða. Skiljanlega hehehe🙂. En kíkjum saman á´etta…

14331603_10210684541735441_2128554146_n

img_0211 img_0223

14315582_10210684533335231_1005448540_o

img_0257

img_0227 image

img_0213 img_0225img_0260

img_0217   img_0222  img_0226  14341663_10210695336965315_928393311_n

img_0218  image.jpeg14331603_10210684541735441_2128554146_n

14341797_10210695334365250_871333834_n

14349115_10210684520654914_199956919_n14340092_10210684539335381_383255504_oimg_0267img_0258

14274384_10210684535495285_1938226812_o14330953_10210684522054949_1101250224_n

img_0265img_026614302830_10210684528495110_1490625200_n14341614_10210684529575137_396374453_n14348932_10210684524895020_958378672_n

14365516_10210695331205171_304609288_n

Verkið er ekki alveg búið, þar sem eftir eru að koma kommóður inn í herbergið. En Frúin í no. 14 er frekar óþolinmóður einstaklingur og gat ekki beðið með að deila dýrðinni með ykkur…  En þið fáið svo nyjar fréttir þegar allt er reddý 😉

Slide1

 

 

 

Kertalukt

Ég á svo svakalega fallega og stóra kertalugt. Mér fannst hún að vísu þurfa smá upplyftingu og ákvað að gera eitthvað með það….

IMG_0246  IMG_0247

..og hvað haldið þið, nema hvað Frúin tók fram málningu….

IMG_0248

…HVÍTA nema hvað ❤️

Hér er verkinu alveg að ljúka og búið að klæða skúffurnar með voða lekkert pappír -sést reyndar ekki mjög vel…

 

IMG_0250

Hér er hún tilbúin og búið að tendra á kertum, ég er svakalega ánægð með hana…

IMG_0251

…og svei mér þá ef Krúsidúlluskrautið nýtur sín ekki bara betur núna…

IMG_0256
Úlala… fullar skúffur af glingri!

IMG_0255

Slide1

 

Skókassar fá nýtt lúkk…

Já það má sko nýta skókassa á marga máta og hér er ein góð hugmynd…

Fyrir þessa framkvæmd verða kassarnir að vera úr frekar þykkum pappa…

IMG_0229

ég byrjaði á því að skera út glugga á aðra hliðina á þeim…

IMG_0230

…málaði  svo kassana hvíta…

IMG_0231

…límdi innan á gluggana glærur…

IMG_0233

…og kominn þessi flotti gluggaskókassi sem auðveldar þeim sem eiga „nokkur“ skópör leitina að þeim…

IMG_0237

er þetta ekki bara sneddý?

IMG_0242

…nú er bara að skera og mála fleiri kassa.

Slide1

Gamalt sem nýtt…

Nú eru framkvæmdir hafnar á nýja fataherberginu hér í no.14. þá þarf að undirbúa eitt og annað sem þangað inn á að flytja.

Til dæmis þessi pappaskja sem ásamt systrum hennar var keypt í ,,þeim góða“ hér um ári, hún þurfti að fá nýtt lúkk. Hún var bara ekki að standast þær innflutningskröfur sem Frúin er að gera í sambandi við ,,lúkkið“

IMG_0232

…nú þá er ekkert annað í boði en að ná í málningu og skella á öskjurnar.  Guðrún Margrét ömmustelpan mín kom í heimsókn, þegar ég var búin að klína hvítum lit á þær. Blessað barnið spurði mjög undrandi út í hvort ekki ættu að vera doppur á öskjunum. Já sumir þekkja ömmu sína… Að sjálfsögðu var málinu reddað hið snarasta og doppur settar á🙂 Þetta var bara allt annað…

IMG_0244

jæja í næsta bloggi ætla ég svo að sýna ykkur hvað Frúin gerði við nokkra skókassa sem leyndust uppi á háalofti…

Slide1

 

Dúkadúllur í glugga…-fyrir 2 árum!!!

Frúin hefur mikið verið að nota dúka síðustu dagana og það nýjasta er að hekla gamlar litlar dúllur á járnhringi. Það merkilega við það, þegar maður vill gera eitthvað sem manni finnst mjög sniðugt og áhugavert þá finnur maður ekki efniviðinn! Þannig er það nú þessa dagana ég bara finn ekki fleiri litla dúkadúllur ég er búin að leita og leita en… jæja það hlítur að poppa upp einn daginn😉

en ég leyfi ykkur að sjá það sem er komið…

Ég keypti tvær stærðir af hringjum, þetta eru minni hringirnir. Þessi dúkadúlla er gömul og farin að rakna smá upp.

hekl

Verkið gekk bara fljótt og vel… -það hentaði líka frúnni mjög vel😉

hekl2

dinglandi dúlla…

hekl3

…frú bráðlát bara varð að taka mynd þó það væri ekki komin nema einn hringur og ekki búið að hengja hann upp…

hekl4

Njótum dagsins kveðja Gunna