Sjónvarpsstofan sjænuð…

Við tókum okkur til um daginn og máluðum sjónvarpsstofuna. Veggirnir voru hvítir, húsgögnin hvít og allir listar í kringum glugga hvítir. Ekkert var að njóta sín…

img_1363

Svona var þetta útlítandi um jólin….

20170216_195629

…og svona er lúkkið í dag. Við „hentum“ sófanum út og fengum okkur stól í staðinn.

img_1328

Mer finnst þessi litur algjört æði, hann er dökkur en herbergið ber hann vel.

img_1329

Við fengum okkur þennan flotta bókaskáp og millihillu til að tengja þá yfir sjónvarpsskápinn.

img_1327

Ég elska tréplattana úr Pier. Flottir bæði á vegg eða í glugga…

img_1330

Svona fer dagsbirtan með lúkkið…

img_1333

Gamlir dúkar og kjóll af húsmóðurinni notað sem gluggaskraut…

img_1334

Ælovit…

img_1336

Við ætlum að lækka fráleggsborðið niður i sömu hæð og gluggakistan er…

 

img_1337

Kertaaren…

img_1340

Nýji bókaskápurinn…

img_1345

Kósý…

img_1339img_1342

img_1341

Það er orðið voðalega notalegt…

img_1346

Nýji stóllinn…

img_1348

img_1350

Hverig líst ykkur á?

Slide1

 

 

Myndavélarúntur framhald….

Hér er framhald af myndavéla ferðalaginu…

img_1094

Forstofugangurinn…

img_1093

img_1092

Spegill, spegill…

img_1091img_1090

 

img_1095

Stigahúsið…

img_1083img_1082

img_1081

Hó,hó,hó…

 

img_1089

Litla gestaklósettið vantaði einhvern sjarma svo við ákváðum að mála það fyrir jólin og hressa aðeins upp á lúkkið…

img_1088

img_1087

„gamla“ tréð í saumaherberginu mínu…

img_1086

img_1085

Maður verður nú að hafa líka smá jóló í gestaherberginu…

img_1084

img_1080

Jólatréð hennar ömmu sem var keypt á Ísafirði 1939

img_1079

Ég elska þessa „sölubása“

img_1078

img_1077

Jólasokkar og aren-glóð (saltsteinar og sería)…

img_1076

vetrarland…

img_1075

borðstofan…

img_1074img_1073

img_1072

þorparara í þorpinu…

img_1071img_1070img_1069img_1068img_1067img_1066

img_1065

Jólasveinasería..

img_1063img_1062img_1061

img_1060

Gínan var að sjálfsögðu sett í „jólakjól“…

img_1059

img_1058

Barnaland…

img_1121

jól úti…

img_1120

Hátíðarkveðja úr no.14

slide1

 

 

Jólarúntur með myndavélina…

Ég fór smá hring með myndavélina og myndaði jólastemminguna hér í no.14 mig langar til að leyfa ykkur að njóta með okkur…

img_1119

Jólasnjór…

img_1118

Sólstofan í jólabúningi, ég klippti og skar út hús og tré í gluggana úr hvítum pappa…

img_1117

Jólatréð og jólalestin…

img_1115

Kósýheit…

img_1114img_1113img_1111img_1110img_1109img_1107img_1106img_1104

img_1102

Gömul jólakort, það elsta á snúrunni er síðan 1939 og var til Gústa afa og Gunnu ömmu sem þá bjuggu á Hlíðaveginum hér á Ísafirði.

img_1101img_1100img_1103img_1108img_1105

img_1099

Magasleðann góða fékk ég þegar ég var krakki í Ólafsvík…

img_1098img_1097img_1096img_1112img_1116slide1

 

Hjartajólabrauðið í no. 14

í dag var gerð tilraun í jólabrauðsteikingu hér í no. 14.

imageimage

Þetta er mjög auðveld uppskrift sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá frænku minni, sem eitt sinn bjó hér á Isafirði.

1 kg. Hveiti, 100 gr. mjúkt smjör, 10 tesk. lyftiduft, 1 1/2 tsk salt, 1/2líter volg mjolk. Hnoðað – flatt þunnt út – skorið út eftir diski (ég notaði stort hjartamót) pikkað og steikt í feiti eins og kleinur. Borðist með smjeri og hangikjeti….

slide1

Laufabrauðsbakstur

Ég ólst upp við þá hefð að það var bakað laufabrauð heima. Pabbi flatti út deigið, við skárum út og mamma steikti. Við höfum reynt að halda í þessa hefð nema að gera deigið, nú kaupir maður kökurnar bara tilbúnar til útskurðar!

Við eigum að sjálfsögðu til laufabrauðsjárn og maðurinn minn sagaði út þessa fínu platta til að skera brauðið út á og hlemm til að pressa kökurnar með eftir steikingu.

20161214_205121

Í kökurnar eru skornir út stafir eða bara skraut og stundum höfum við gert ártal á kökur.

20161214_182220

slide1